Myndbönd - Fjölmiðlar

Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins
Ræddi um viðbrögð við áföllum og hvernig við förum í gegnum erfiða tíma. Það var Sigríður Sólan hjá Krabbameinsfélaginu sem tók viðtalið. 

Hamingjan á erfiðum tímum!
Viðtal í Mannlíf í mars 2022.
Ég fór í viðtal hjá Mannlíf og talaði m.a um bjargráð á erfiðum tímum.

„Það er ekki nóg að birta áfallasögur einstaklinga, við þurfum líka að vera með einhver ráð til þeirra um að feta veginn áfram og forvarnarpunkta um hvernig sé hægt að auka seigluna og sáttina í lífinu svo einstaklingar séu betur undirbúnir þegar þeir mæta áskorunum. Þar fyrir utan, þá er ég ekkert síður að skrifa til mín þegar ég er að skrifa pistlana mína, en ég hef sjálf þurft á því að halda að skoða bjargráðin mín í gegnum erfið tímabil og deili með með öðrum því sem ég hef lært.“

Verkfærakassinn
Heimsótti Hrafnhildi Ýr Víglundsdóttur þáttastjórnanda Verkfærakassans. Í viðtalinu ræddum við m.a lífið, áskoranir sem við tökumst á við og tækifæri til að nýta sér reynsluna til góðs.  

Andleg málefni 
Var gestur hjá Elínu Halldórsdóttur í þættinum Andleg málefni, en við ræddum m.a hvernig við getum tekist á við áskoranir í lífinu og aukið vellíðan okkar á krefjandi tímum. 

Koma svo! 
Heimsótti Héðinn Sveinbjörnsson sem heldur úti hlaðvarpinu Koma svo! Við ræddum um lífið og tilveruna, æsku mína og reynslu, Hamingjuhornið og margt fleira. 

Undir yfirborðinu 
Var gestur hjá Ásdísi Olsen í þættinum Undir yfirborðinu á Hringbraut, en þar ræddum við m.a kenningar Brené Brown og mikilvægi hlustunar og samkenndar í samskiptum við annað fólk. 

 

Það sem ég hef lært um sjálfstraust!
Örfyrirlestrar út frá bókinni Það sem ég hef lært! Fyrsti fyrirlesturinn er um sjálfstraust, hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á sjálfstraustið, hvernig við getum aukið það og af hverju skiptir það svona miklu máli fyrir vellíðan í lífi og starfi! 

 

Það sem ég hef lært um líf í jafnvægi!
Fyrirlestur númer tvö fjallar um líf í jafnvægi. Hvaða þættir eru það sem skipta máli og hvernig getum við aukið jafnvægi í lífi okkar. Ertu læs á eigin líðan og með verkfæri til að takast á við erfiða tíma? Þetta og fleira kemur fram í þessum stutta fyrirlestri.

Það sem ég hef lært um samskipti!
Fyrirlestur númer þrjú fjallar um samskipti. Getum eflaust öll verið sammála um að samskipti skipta miklu máli en spurningin er kannski hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á samskiptamynstur okkar. Vissir þú t.d. að það fyrsta sem fer í álagi er hæfileiki okkar til samskipta.  

Hjálpar fólki að finna hamingjuna
Viðtal í Fréttablaðinu í september 2019. Er þarna að vinna að útgáfu bókarinnar Það sem ég hef lært! Bókin kom út í mars 2020.