Gjafirnar í ófullkomleikanum!
Var að klára bók númer tvö eftir Brené Brown, The gifts of Imperfection. Í bókinni er í raun farið yfir það mikilvæga ferðalag sem Brené tók sér sjálf á hendur og fól í sér að fara frá því að velta endalaust fyrir sér hvað mun fólk hugsa yfir í hugsunina, ég er nóg. Bækur Brené er auðlesnar og finnst mér stundum eins og ég sé með góða vinkonu hjá mér og saman eigum við innihaldsríkar samræður.
Skilaboð Brené er einföld en ótrúlega mikilvæg; sögur okkar allra skipta máli því VIÐ skiptum öll máli. Samkvæmt henni eigum við að njóta þess að lifa lífi okkar til fullnustu þrátt fyrir ófullkomleika, mistök, aukakíló, og annað sem við teljum til galla sem haldi hamingjunni frá okkur. Hún talar um að þegar við förum að lifa lífi okkar af fullum krafti upplifum við til skiptis mikinn kjark og hræðslu en á sama tíma að við séum svo mikið á lífi. Að lifa til fullnustu snýst þá um að taka þátt í lífinu með þá vissu að maður sé mikils virði og fjalli um að efla kjarkinn, samhygðina og tengsl við sjálfan sig og aðra. Hversu hrædd sem við erum við breytingar sé mikilvægt fyrir okkur að svara spurningunum; Hvort er fólgin meiri áhætta í því að sleppa því að velta sér upp úr því hvað öðrum finnst eða að sleppa því að huga að eigin tilfinningum, trú og hver við erum í raun og veru.
Brené talar um að veikleikar okkar geti líka verið okkar aðal styrkleikar og hvetur okkur til að vinna með eftirfarandi þætti:
- Sleppa því að velta fyrir okkur hvað öðrum finnst
- Sleppa fullkomnunaráráttunni
- Sleppa að deyfa okkur sem leiðir af sér tilfinningadoða/vanmátt
- Sleppa óttatilfinningu og hræðslu við skort
- Sleppa þörfinni fyrir öryggi
- Sleppa samanburði
- Sleppa að vinna okkur til óbóta til að ná okkur í stöðutákn til að auka sjálfsvirðinguna
- Sleppa kvíða sem hluta af lífsstíl
- Sleppa sjálfs-efasemdum og ég ætti að
- Sleppa því að vera ,,kúl“ og alltaf með stjórnina
Kona að mínu skapi hún Brené. Í bókinni er líka fjöldinn allur af yndislegum tilvitnunum og þessi er eftir Elisabeth Kubhler-Ross:
Það má líkja fólki við steinda glugga. Það geislar þegar sólin skín, en þegar myrkrið skellur á, kemur fegurðin einungis fram ef það skín ljós að innanverðu.
Góða nótt
Anna Lóa
Skilaboð Brené er einföld en ótrúlega mikilvæg; sögur okkar allra skipta máli því VIÐ skiptum öll máli. Samkvæmt henni eigum við að njóta þess að lifa lífi okkar til fullnustu þrátt fyrir ófullkomleika, mistök, aukakíló, og annað sem við teljum til galla sem haldi hamingjunni frá okkur. Hún talar um að þegar við förum að lifa lífi okkar af fullum krafti upplifum við til skiptis mikinn kjark og hræðslu en á sama tíma að við séum svo mikið á lífi. Að lifa til fullnustu snýst þá um að taka þátt í lífinu með þá vissu að maður sé mikils virði og fjalli um að efla kjarkinn, samhygðina og tengsl við sjálfan sig og aðra. Hversu hrædd sem við erum við breytingar sé mikilvægt fyrir okkur að svara spurningunum; Hvort er fólgin meiri áhætta í því að sleppa því að velta sér upp úr því hvað öðrum finnst eða að sleppa því að huga að eigin tilfinningum, trú og hver við erum í raun og veru.
Brené talar um að veikleikar okkar geti líka verið okkar aðal styrkleikar og hvetur okkur til að vinna með eftirfarandi þætti:
- Sleppa því að velta fyrir okkur hvað öðrum finnst
- Sleppa fullkomnunaráráttunni
- Sleppa að deyfa okkur sem leiðir af sér tilfinningadoða/vanmátt
- Sleppa óttatilfinningu og hræðslu við skort
- Sleppa þörfinni fyrir öryggi
- Sleppa samanburði
- Sleppa að vinna okkur til óbóta til að ná okkur í stöðutákn til að auka sjálfsvirðinguna
- Sleppa kvíða sem hluta af lífsstíl
- Sleppa sjálfs-efasemdum og ég ætti að
- Sleppa því að vera ,,kúl“ og alltaf með stjórnina
Kona að mínu skapi hún Brené. Í bókinni er líka fjöldinn allur af yndislegum tilvitnunum og þessi er eftir Elisabeth Kubhler-Ross:
Það má líkja fólki við steinda glugga. Það geislar þegar sólin skín, en þegar myrkrið skellur á, kemur fegurðin einungis fram ef það skín ljós að innanverðu.
Góða nótt
Anna Lóa