Lífsreglurnar fjórar

Ég set lífsreglurnar fjórar hér inn tvisvar á ári - mér finnst svo mikilvægt að rifja þetta upp!
Lífsreglurnar fjórar:
1. Vertu flekklaus í orði: talaðu af heilindum. Segðu aðeins það sem þú meinar. Passaðu að nota ekki orðið gegn þér eða til að slúðra um aðra. Beindu krafti orða þinna í átt að sannleika og kærleika.
2. Ekki taka neitt persónulega: ekkert sem annað fólk gerir er þín vegna. Það sem aðrir segja og gera er speglun af þeirra eigin veruleika, þeirra eigin hugarástandi. Þegar þú hættir að taka skoðanir og gjörðir annarra nærri þér, verður þú ekki lengur fórnarlamb ónauðsynlegrar vanlíðunar.
3. Ekki dragar rangar ályktanir: hafðu hugrekki til þess að spyrja spurninga og til að biðja um það sem þú raunverulega vilt. Hafðu samskiptin þín við aðra skýr svo þú komist hjá misskilningi og sárindum. Þessi eina lífsregla getur breytt lífi þínu.
4. Gerðu alltaf þitt besta: þitt besta mun breytast á hverju andartaki við ólíkar aðstæður. Burtséð hverjar kringumstæðurnar eru, gerðu einfaldlega alltaf þitt besta og þú munt hætta að fordæma, fara illa með þig og fyllast eftirsjá.
Kærleikskveðja Anna Lóa
Úr bókinni Lífsreglurnar fjórar eftir Don Miguel Ruiz en bókin er byggð á lífsspeki Tolteka-indíána.