Hamingjuhornið á Karolina Fund
Kæru vinir!
Ég hef lengi alið með mér þann draum að skrifa bók. Ekki hef ég nú alltaf verið viss um hvernig sú bók ætti að vera en veit bara að þegar ég skrifa þá gerist eitthvað ótrúlega skemmtilegt innra með mér og ekki er nú verra að ég hef bara oft frá einhverju að segja. Pistlaskrif mín í gegnum árin hafa skilað mér svo mörgu því fyrir utan að hafa kynnst fjöldanum af fólki þá hef ég fengið tækifæri til að fjalla um hin ýmsu málefni tengd pistlunum mínum, á námskeiðum, fyrirlestrum og í útvarpi.

Þætti ótrúlega vænt um að fá ykkar stuðning og eins og alltaf er ég brjálæðislega bjartsýn og hlakka til að halda útgáfupartý með hamingjubúbblum áður en langt um líður!!
Kærleiks Karolinukveðja,
Anna Lóa
Hér er söfnunarsíða Hamingjuhornsins á Karolina Fund.