Ertu alltaf ein?

Ertu alltaf ein?
Bíddu hvað er málið!
Þú verður að fara meira út á meðal fólks, þú ert of lokuð, þú ert allt of opin, þú sendir út kolröng skilaboð, þú klæðir þig eins og nunna, þú klæðir þig eins og smástelpa. Hefurðu spáð í að safna hári, æ þetta stutta hár gerir þig svoldið grimma. Þú ert stundum svo stíf, en hei, samt róleg á hressleikanum, þú talar allt of mikið um þig, þú gerir allt of miklar kröfur, þú gerir óraunhæfar kröfur, þú gerir engar kröfur 
Hvaða staði ertu að sækja? Þú ÁTT að fara á happy hour á Kalda og svo á Slippbarinn. Petersen svítan er must í góðu veðri og Kaffi París svona seinnipartinn 🥂🍾 Farðu meira í sund, labbaðu á fjöll, prófaðu að hlaupa í hóp, kannski fara í björgunarsveit, taktu þátt í pólitík og vertu aðeins meira áberandi, samt ekki of því það fílar það enginn 🚶‍♀️⛹️‍♀️🤸‍♀️🏋️‍♀️
Ef þú skyldir nú komast á stefnumót þá máttu alls ekki tala um fyrrverandi, vinnuna, börnin, náttúruvernd, plastpoka eða ekki plastpoka eða þriðja orkupakkann...... Þú mátt alls ekki drekka of mikið, en heldur ekki of lítið, vera of mikið máluð eða hlæja of hátt 🤐
Ekki bíða eftir símtalinu, alls ekki svara við fyrstu hringingu eða vera alltaf að senda ❤️ Leyfðu honum að hafa frumkvæðið að hitting 😖
Ertu ekki örugglega á Tinder 😎 – OMG ertu á Tinder 😝
Það er grundvallarmunur á þér og þeim, muna að hann er veiðimaðurinn og þú ert gyðjan!! 😵
Annars skaltu bara vera þú sjálf!
Kærleikskveðja
Anna Lóa 😁🤩💜