HAMINGJUHORNIÐ

Það sem ég hef lært!

PISTLAR

Um Önnu Lóu

Anna Lóa Ólafsdóttir

Ég er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1964 og er móðir tveggja ungra manna og nýorðin amma. Ég er menntuð sem grunnskólakennari, náms- og starfsráðgjafi frá HÍ og lauk diplómanámi á meistarastigi í sálgæslu sem er samstarfsverkefni EHÍ og Guðfræðideildar HÍ.

Ég er yogakennari og býð upp á yogatíma í OM Setrinu í Reykjanesbæ. Ég kalla tímana mína - Hugarró og Hamingja og legg áherslu á góða næringu fyrir bæði líkama, huga og anda til að stuðla að meira jafnvægi og auka bæði sköpunarkraftinn og lífsgleðina.

Ég hef mikinn áhuga á öllu sem viðkemur manneskjunni og hef starfað sem ráðgjafi, kennari, atvinnulífstengill og fyrirlesari síðustu ár og samhliða þessu hef ég skrifað pistla í Hamingjuhorninu síðan árið 2011.

Ég trúi því að þó að skrif mín komi eingöngu til með að hreyfa við nokkrum manneskjum þá sé markmiði mínu náð því það getur jú alveg haft margfeldisáhrif. Við breytum engum nema okkur sjálfum en getum haft jákvæð áhrif á fólkið í kringum okkur.

Ég er alltaf að læra og er því opin fyrir hugmyndum og ábendingum ykkar varðandi uppbyggilegt efni.

Kærleikskveðja frá mér!

Námskeið og fyrirlestrar

Hugarró og Hamingja