
Það sem ég hef lært!
Það sem ég hef lært – bókin sem ég hef verið að vinna að síðustu mánuði, er komin út. Ég er alsæl með útkomuna og langar að þakka öllum sem hafa stutt mig í þessu skemmtilega ferli. Ég er þakklát og þrátt fyrir að vera bjartsýn svona að eðlisfari þá átti ég ekki von á þessum frábæru viðtökum.
Ef þú vilt eintak þá er bókin til sölu í verslunum Pennans, Bókasamlaginu Skipholti 19 og Forlagið Bókabúð á Fiskislóð. Það er líka hægt að hafa samband við mig á annaloa@hamingjuhornid.is.
Bókin er bæði falleg og fræðandi og tilvalin sem gjöf.
Kærleikskveðja,
Anna Lóa
Um Önnu Lóu
Anna Lóa Ólafsdóttir
Ég er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1964 og er móðir tveggja ungra manna og nýorðin amma. Ég er menntuð sem grunnskólakennari, náms- og starfsráðgjafi frá HÍ og lauk diplómanámi á meistarastigi í sálgæslu sem er samstarfsverkefni EHÍ og Guðfræðideildar HÍ.
Ég er yogakennari og býð upp á yogatíma í OM Setrinu í Reykjanesbæ. Ég kalla tímana mína - Hugarró og Hamingja og legg áherslu á góða næringu fyrir bæði líkama, huga og anda til að stuðla að meira jafnvægi og auka bæði sköpunarkraftinn og lífsgleðina.
Ég hef mikinn áhuga á öllu sem viðkemur manneskjunni og hef starfað sem ráðgjafi, kennari, atvinnulífstengill og fyrirlesari síðustu ár og samhliða þessu hef ég skrifað pistla í Hamingjuhorninu síðan árið 2011.
Ég trúi því að þó að skrif mín komi eingöngu til með að hreyfa við nokkrum manneskjum þá sé markmiði mínu náð því það getur jú alveg haft margfeldisáhrif. Við breytum engum nema okkur sjálfum en getum haft jákvæð áhrif á fólkið í kringum okkur.
Ég er alltaf að læra og er því opin fyrir hugmyndum og ábendingum ykkar varðandi uppbyggilegt efni.
Kærleikskveðja frá mér!


Námskeið og fyrirlestrar
Anna Lóa mun bjóða upp á námskeið út frá bókinn ÞAÐ SEM ÉG HEF LÆRT. Á námskeiðinu verður veitt innsýn í samnefnda bók, umræður um innihaldið og hugmyndir að verkefnum sem hver og einn getur sinnt eftir námskeiðið. Bókin er innifalin í námskeiðinu sem er þrjár klukkustundir.
Anna Lóa getur líka boðið upp á klukkutíma fyrirlestur þar sem farið er yfir innihald og áherslur í bókinni.
Endilega hafið samband til að fá frekari upplýsingar: annaloa@hamingjuhornid.is
Kærleikskveðja,
Anna Lóa

Hugarró og Hamingja
Yoganámskeið í OM Setrinu
Á námskeiðinu Hugarró og Hamingja er lögð áhersla á styrkjandi og góðar yogaæfingar, Vinyasa jógaflæði, góða slökun og hamingjuhugleiðingar. Yoga þýðir sameining þar sem líkami, tilfinningar og hugur mynda eina heild. Anna Lóa yogakennari og eigandi Hamingjuhornsins sameinar því í tímanum það sem hún telur mikilvægast á þessum umbreytingartímum; góða næringu fyrir bæði líkama, huga og anda, til að stuðla að meira jafnvægi og auka bæði sköpunarkraftinn og lífsgleðina. Námskeiðið hentar bæði fyrir þá sem hafa lítinn grunn í yoga og lengra komna enda miðar hver þátttakandi við eigin getu og dagsform. Innifalið í námskeiðinu er bókin Það sem ég hef lært e. Önnu Lóu, en hún nýtir efni bókarinnar í hamingjuhugleiðingar og sjálfstyrkingu.
Námskeiðið er 4 vikur og er kennt á mánudögum og föstudögum kl. 10:00 – 11:15 í Om Setrinu, Reykjanesbæ. Námskeiðið byrjar mánudaginn 6. júní og lýkur mánudaginn 4. júlí (17. júní er frídagur).
Verð 16.000 kr.
Hægt er að koma í einstaka tíma og borga 2500 kr. en þá þarf að tilkynna skráningu til Önnu Lóu annaloa@hamingjuhornid.is
Námskeið 6. júní - 4. júlí
Mánudagar og föstudagar kl. 10:00 - 11:15
OM Setrið Hafnarbraut 6, Reykjanesbæ
annaloa@hamingjuhornid.is
Hamingjuhornið á Facebook: