Um Önnu Lóu

Ég heiti Anna Lóa Ólafsdóttir og er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1964. Á tvo unga menn (fædda 1987 og 1992) og bý í vesturbænum í Reykjavík.

Ég er menntuð sem grunnskólakennari frá KHÍ, náms- og starfsráðgjafi frá HÍ og lauk diplóma-námi á meistarastigi í sálgæslu frá EHÍ vorið 2014. Hef áhuga á öllu sem viðkemur manneskjunni og starfa sem ráðgjafi, kennari og fyrirlesari þar sem sjálfstyrking er mitt aðal svið.

Vonast til að geta notað þennan miðil til að koma reynslu minni og þekkingu á framfæri þar sem ég hef mikla trú á því að við höfum öll tækifæri til að bæta líf okkar til betri vegar.

Hlakka til að kynnast fleira fólki og er opin fyrir hugmyndum og ábendingum annarra varðandi uppbyggilegt efni.

Kveðja,
Anna Lóa